Menu
Contact

Síminn hf. – Logi Karlsson nýr framkvæmdastjóri Tækniþróunarsviðs

December 16, 2022

Logi Karlsson hefur verið ráðinn til Símans sem framkvæmdastjóri Tækniþróunarsviðs og kemur Logi til starfa fljótlega á nýju ári. Logi kemur til Símans frá Íslandsbanka þar sem hann hefur sinnt starfi forstöðumanns Nýsköpunar og stafrænnar þróunar. Frá 2016 hefur Logi starfað við ýmsa umbreytingu, tækniþróun og stjórnun hjá Íslandsbanka en hefur áður sinnt rannsóknum og viðskiptaráðgjöf í Ástralíu, auk kennslu við MBA nám Háskóla Íslands. Logi er með Ph.D. gráðu í markaðsfræðum og MBA gráðu, hvort tveggja frá Sydney Business School, og BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Orri Hauksson, forstjóri Símans: „Við hlökkum til að fá Loga til starfa. Síminn er í hröðu umbreytingaferli þessi misserin og reynsla Loga mun nýtast vel við þróun Símans í átt að sífellt sveigjanlegra þjónustufyrirtæki. Innan Símans starfar öflugt tæknifólk og sú viðbót sem felst í Loga og bakgrunni hans á sviði nýsköpunar og stafrænnar tækni styrkir teymi okkar umtalsvert.“ Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson forstjóri Símans, orri@siminn.is.

© 2023 BrandPublished.com